Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 03. maí 2022 21:33
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr leik Villarreal og Liverpool: Díaz bestur - Rulli fær aftur 4
Luis Díaz breytti öllu fyrir Liverpool
Luis Díaz breytti öllu fyrir Liverpool
Mynd: EPA
Kólumbíumaðurinn Luis Díaz var besti maður vallarins í 3-2 sigri Liverpool á Villarreal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að hafa bara spilað hálfleik.

Díaz byrjaði á bekknum en eftir hörmulegan fyrri hálfleik hjá Liverpool ákvað Jürgen Klopp að henda vængmanninum inn fyrir Diogo Jota.

Sú skipting gekk fullkomlega upp. Díaz opnaði upp leikinn og hjálpaði liðinu að ná tökum á einvíginu. Hann gerði þá annað mark Liverpool í leiknum en hann fær 8 fyrir sitt framlag.

Argentínski markvörðurinn Geronimo Rulli var slakasti maður vallarins annan leikinn í röð en hann fær 4, alveg eins og í fyrri leiknum.

Villarreal:Rulli (4), Foyth (5), Albiol (6), Torres (6), Estupinan (6), Lo Celso (6), Parejo (6), Capoue (6), Coquelin (7), Gerard (6), Dia (6).
Varamenn: Alcacer (6), Chukwueze (5), Pedraza (6).

Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (7), Konate (6), van Dijk (6), Robertson (6), Keita (6), Fabinho (7), Thiago (5), Salah (6), Mane (7), Jota (5).
Varamenn: Diaz (8).
Athugasemdir
banner
banner
banner