þri 03. maí 2022 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Við vissum hvað var að og það var nokkuð augljóst
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, er í þriðja sinn á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu með liðið en hann gat fagnað því eftir 3-2 sigurinn á Villarreal í kvöld.

Liverpool leiddi 2-0 eftir fyrri leikinn en enska liðið byrjaði hörmulega á El Madrigal og var þetta einn versti fyrri hálfleikur liðsins á tímabilinu.

Villarreal komst 2-0 yfir áður en fyrri hálfleikurinn var úti og spænska liðið með von, en allt breyttist í þeim síðari.

„Þetta er geggjað. Við gerðum okkur svolítið erfitt fyrir en við vissum fyrir að svona hlutir gætu gerst. Í lífinu þá skiptir máli hvernig þú bregst við þegar hlutirnir ganga ekki upp."

„Að fá á sig mark eftir 2-3 mínútur er augljóslega andstæðan við það sem maður vill. Skriðþunginn er með þeim og ég virði Villarreal, liðið og þjálfarinn. Þetta var ótrúlegt hvernig þeir settu þetta upp. Þeir settu okkur undir pressu, maður á mann út um allan völl. Við gátum ekki spilað fótbolta."

„Ég sagði við strákana að skriðþunginn væri með þeim en þeir eiga hann ekki og að við gátum fengið hann aftur. Við þurftum að spila inn í svæðin og troða okkur inn í leikinn, sem byrjaði alls ekki vel. Allt í einu, þegar við náðum að brjóta línurnar og fundum svæðin þá vorum við liðlegri og ekki að pæla í stöðum endilega og vorum komnir inn í leikinn. Við skoruðum mörk og létum hlutina gerast."

„Málið með hálfleikinn er það að við vissum hvað var að og það var nokkuð augljóst. Við vorum rólegir og ef Villarreal hefði spilað eins í seinni hálfleiknum eins og þeir gerðu í fyrri og við spilað eins þá væru þeir á leið í úrslit. Við erum enn hérna þannig ég held að við getum látið reyna á þetta. Það er það sem við gerðum."

„Já, ég mun horfa á hinn undanúrslitaleikinn. Það breytir ekki hvaða lið við mætum, það verður risaleikur. Sá sem vinnur á morgun mun njóta þess og svo mætumst við í París,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner