Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 03. maí 2022 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool setti markamet - 139 mörk í 57 leikjum
Sadio Mané skoraði markið sem bætti metið
Sadio Mané skoraði markið sem bætti metið
Mynd: EPA
Liverpool setti nýtt met er liðið tryggði sig inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið hefur nú skorað 139 mörk í öllum keppnum.

Fabinho, Luis Díaz og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í síðari hálfleiknum og um leið var nýtt markamet sett.

Liverpool hefur skorað 139 mörk í 57 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð og bætir því metið frá 1985-1986 er liðið skoraði 138 mörk.

Liðið er að meðaltali með 2.44 mörk í leik. Alveg hreint ótrúleg tölfræði.

Mohamed Salah er markahæsti leikmaður liðsins með 30 mörk en Diogo Jota og Sadio Mané koma næstir með 21 mark hvor. Roberto Firmino er þá með 11 mörk.


Athugasemdir
banner
banner