Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 03. maí 2022 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Salah vill mæta Real Madrid - „Rosalega erfitt að spila við Man City"
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: EPA
Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah vill mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og ná fram hefndum fyrir 3-1 tapið árið 2018.

Salah lagði upp eitt mark í 3-2 sigri Liverpool á Villarreal í kvöld en hann er á leið í þriðja sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Liverpool.

Liðið er búið að vinna einn bikar á tímabilinu og á möguleika á að vinna fernuna en hann segist vilja mæta Real Madrid frekar en Manchester City í úrslitum.

„Fernan er markmiðið núna. Það var það kannski ekki í byrjun tímabilsins. Ég er alltaf hreinskilinn og einbeitingin er á Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. En núna þegar ég hugsa þetta, af hverju ekki? Eftir að við unnum Man City í undanúrslitum þá var það möguleiki. Eftir riðlakeppnina í Meistaradeildinni þá hugsaði ég að við ætlum að vinna keppnina í ár."

„Ég vil mæta Real Madrid í úrslitum. Ef þú ert persónulega að spyrja mig þá vil ég mæta Real Madrid. Manchester City er mjög erfitt lið að mæta,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner