Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. maí 2022 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Verður martröð að spila við Man City eða Real Madrid
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk
Mynd: EPA
Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk segir að það verði algjör martröð að spila við Manchester City eða Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool er komið í úrslitaleikinn eftir að hafa unnið Villarreal í kvöld 3-2 en fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri enska liðsins og fer því samanlagt áfram, 5-2.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik kom Liverpool til baka í kvöld og skoraði þrjú mörk, en Van Dijk er þó ekki byrjaður að fagna.

„Það verður martröð að mæta því liði sem fer áfram í úrslitaleikinn. Við þekkjum City en þeir þekkja okkur líka. Við vitum hversu mikil ákefð er í þeim leikjum. Real Madrid er Real Madrid, risastórt félag og með framherja sem er í geggjuðu formi," sagði Van Dijk.

Liverpool á möguleika á að vinna fernuna og gæti orðið fyrst allra enskra liða til að gera það en hann segir að leikmenn séu ekki að hugsa um það.

„Ef þú hlustar á okkur eða stjórann þá er frekar augljóst að við erum ekki að hugsa um þessa hluti. Það má láta sig dreyma en maður verður að vera raunsær. Það er stutt á milli í fótbolta," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner