Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 03. júní 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segja Fjölni hafa áhuga á Stefan Ljubicic
Stefan í leik með Grindavík síðasta sumar.
Stefan í leik með Grindavík síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþætti gærdagsins hjá Dr. Football var sagt frá því að Fjölnir í Pepsi Max-deild karla ætli sér að krækja í tvo leikmenn áður en mótið hefst eftir rúma viku.

Leikmennirnir eru þeir Björn Berg Bryde, sem er samningsbundinn Stjörnunni, og Stefan Alexander Ljubicic sem samdi við FC Riga í Lettlandi í vetur. Stefan er laus allra mála því samkomulag náðist um að rifta samningnum á dögunum. Fótbolti.net greindi frá því í síðustu viku að Fjölnir hefði áhuga á Birni Berg.

Björn Berg (28 ára) er miðvörður lék að láni hjá HK á síðustu leiktíð og sóknarmaðurinn Stefan (20 ára) lék síðari hluta síðasta sumars með Grindavík.

„Þeir eru að reyna loka tveimur leikmönnum. Það á að klára Björn Berg Bryde og það á að klára Stefan Ljubicic," sagði Hjörvar Hafliðason en tók fram að Fjölnismenn væru í leit að fjármagni til að fjármagna þessa tvo leikmenn.

„Já vonandi (tekst þeim að safna fyrir þessum leikmönnum) þeim var spáð neðsta sætinu í spá Fótbolta.net. Ef þeir fá þessa tvo þá geta þeir alveg strítt liðum í kringum sig," sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í þættinum.

Við þetta má bæta að Þorri Mar Þórisson, leikmaður KA, lék með Fjölni í æfingaleik gegn HK í síðustu viku.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 12. sæti: Fjölnir
Fjölnir skoðar möguleika á að styrkja sig
Athugasemdir
banner
banner
banner