Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. júní 2021 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Jafnt í toppbaráttuslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 1 - 1 KV
1-0 Halldór Arnarsson ('24 )
1-1 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('64 )
Lestu nánar um leikinn

ÍR og KV skildu jöfn þegar liðin áttust við í 2. deild karla í kvöld. Þetta var eini leikur dagsins í deildinni.

Bæði lið hafa litið ágætlega út í upphafi móts en það voru heimamenn sem komust yfir á 24. mínútu leiksins. Halldór Arnarsson kom og skallaði, sláin inn í kjölfarið á hornspyrnu. Hann kom ÍR yfir.

Um miðjan seinni hálfleikinn jöfnuðu gestirnir. Patrik Hermannsson skoraði eftir undirbúning Nikola Dejan Djuric. „Verðskuldað jöfnunarmark," skrifaði Andri Magnús Eysteinsson í beinni textalýsingu þegar KV jafnaði.

Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-1. „ÍR-ingar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik en taflið snerist heldur betur við í þeim síðari. Litlu mátti muna að gestirnir hefðu stolið sigrinum með síðustu snertingu leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin sættast á eitt stig hvort," skrifaði Andri þegar flautað var til leiksloka.

KV - nýliðar í deildinni - er enn án taps. Þeir eru í þriðja sæti með níu stig, en á toppnum er ÍR með tíu stig.
Athugasemdir
banner
banner