Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 03. júní 2021 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Tveir 1-0 sigrar, KÁ skoraði níu og Úlfarnir komu til baka
Berserkir unnu sinn fyrsta leik í sumar.
Berserkir unnu sinn fyrsta leik í sumar.
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Það fóru fram fjórir leikir í 4. deild karla í kvöld; tveir heimasigrar og tveir útisigrar.

Í A-riðli höfðu Berserkir betur gegn KFR. Eina mark leiksins skoraði Kormákur Marðarson undir lok fyrri hálfleiks. KFR náði ekki að svara fyrir það og lokatölur 1-0. Þetta er fyrsti sigur Berserkja í sumar en bæði lið eru með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Í C-riðli vann Álafoss góðan heimasigur gegn Mídasi og þá vann KÁ stórsigur gegn KM, 1-9. KÁ er á toppi riðilsins með tíu stig eftir fjóra leiki og er Álafoss í fjórða sæti með sex stig. Mídas og KM eru bæði án stiga.

Þá unnu Úlfarnir endurkomusigur gegn KB í Breiðholti í D-riðlinum. Þar var staðan 1-0 í hálfleik fyrir KB en gestirnir komu til baka í seinni hálfleiknum og unnu 1-3 sigur. Úlfarnir eru með sex stig eftir fjóra leiki í fimmta sæti. KB er án stiga á botni riðilsins.

A-riðill
Berserkir 1 - 0 KFR
1-0 Kormákur Marðarson ('41)

C-riðill
Álafoss 1 - 0 Mídas
1-0 Ingvi Þór Albertsson ('5)

KM 1 - 9 KÁ

D-riðill
KB 1 - 3 Úlfarnir
1-0 Sævin Alexander Símonarson ('38)
1-1 Birgir Bent Þorvaldsson ('53)
1-2 Hermann Björn Harðarson ('67)
1-3 Róbert Daði Sigurþórsson ('73)
Athugasemdir
banner
banner
banner