Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. júní 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal gefst upp á Raya
David Raya, markvörður Brentford.
David Raya, markvörður Brentford.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur gefist upp á því að kaupa spænska markvörðinn David Raya frá Brentford.

Enska götublaðið The Sun heldur þessu fram.

Arsenal hefur verið að eltast við Raya síðastliðna 12 mánuði en Brentford hefur ekki viljað selja hann. Það var klásúla í samningi hans að hann mætti fara fyrir 10 milljónir punda ef Brentford hefði ekki komist upp í ensku úrvalsdeildina.

Brentford fór hins vegar upp í gegnum umspilið og þeir leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Arsenal er í leit að varamarkverði. Rúnar Alex Rúnarsson er í augnablikinu markvörður númer tvö hjá félaginu á eftir Bernd Leno en honum er ekki treyst.

Arsenal gæti reynt að kaupa Mat Ryan frá Brighton en hann var í láni hjá félaginu á seinni hluta síðustu leiktíðar. Þá er Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, orðaður við endurkomu til Arsenal í Gazzetta Dello Sport. Juventus er að reyna að semja við Gianluigi Donnarumma, landsliðsmarkvörð Ítala.
Athugasemdir
banner
banner
banner