Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 03. júní 2021 08:30
Victor Pálsson
Dawson farinn frá Nottingham Forest
Mynd: Getty Images
Michael Dawson, fyrrum landsliðsmaður Englands, hefur yfirgefið enska félagið Nottingham Forest.

Þetta var staðfest í gær en þessi 37 ára gamli leikmaður er nú laus á frjálsri sölu.

Dawson lék með Forest frá 2001 til 2005 og var svo keyptur til Tottenham þar sem hann lék í heil níu ár.

Síðar samdi Dawson vil Hull til fjögurra ára og sneri aftur til Forest árið 2018.

Dawson lék aðeins 28 leiki á þremur árum fyrir Forest en hann spilaði fjóra landsleiki fyrir England frá 2010 til 2011.
Athugasemdir
banner
banner