Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 03. júní 2021 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary segist ekki vera sóknarmaður lengur
Lengjudeildin
Á æfingu hjá Selfossi.
Á æfingu hjá Selfossi.
Mynd: Selfoss
Gary Martin hefur ekki enn skorað þegar Selfoss hefur spilað fimm leiki í Lengjudeildinni í sumar.

Gary, sem gekk í raðir Selfoss rétt fyrir mót, er ekki þekktur fyrir markaleysi og var spurður út í það eftir 1-0 tap gegn Grindavík í kvöld.

„Ég er ekki sóknarmaður lengur," sagði Gary þegar hann var spurður út í markaleysið.

„Ég er að spila sem kantmaður og sem tía. Sóknarmaðurinn okkar er með fimm mörk í fimm leikjum, svo einfalt er það. Þú verður að deila ábyrgðinni. Það er langt síðan ég skoraði en ég hef ekki áhyggjur af því að skora."

„Við erum með alvöru níu sem sér um að skora. Mitt starf er að skapa. Þetta er ný staða og nýtt hlutverk. Mörkin munu koma, vonandi."

Hægt er að horfa á allt viðtalið við hann hér að neðan.
Gary: Bjössi var klókur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner