Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. júní 2021 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Redknapp síðasti enski stjórinn til að vinna titil
Mynd: Getty Images
Það var ansi áhugaverð tölfræði að skjóta upp kollinum á samfélagsmiðlum, þar sem vakin er athygli á því að engum enskum knattspyrnustjóra hefur tekist að vinna stóran titil í heimalandinu í meira en áratug.

Síðasti enski stjórinn til að vinna stóra keppni á Englandi er Harry Redknapp, sem vann FA bikarinn við stjórnvölinn hjá Portsmouth í byrjun sumars 2008. Nwankwo Kanu gerði eina mark úrslitaleiksins, gegn Cardiff City.

Það hefur lengi verið vöntun á góðum þjálfurum frá Englandi en í dag eru þeir ansi fáir í ensku úrvalsdeildinni. Sean Dyche, Dean Smith, Steve Bruce og Graham Potter eru allir hjá úrvalsdeildarfélögum á meðan Scott Parker er nýfallinn niður um deild. Sam Allardyce og Roy Hodgson eru atvinnulausir eftir að hafa stýrt West Brom og Crystal Palace.

Sá sigursælasti sem kemst næst því að vera enskur er Brendan Rodgers. Hann stýrði Leicester til sigurs í FA bikarnum í maí en hann er ekki enskur, heldur frá Norður-Írlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner