banner
   fim 03. júní 2021 14:27
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Ísland æfði á þjóðarleikvangi Færeyja í dag
Icelandair
Jón Daði Böðvarsson og Aron Einar Gunnarsson á æfingu Íslands í Færeyjum.
Jón Daði Böðvarsson og Aron Einar Gunnarsson á æfingu Íslands í Færeyjum.
Mynd: KSÍ
Íslenska landsliðið æfði í dag, fimmtudag, á Tórsvelli í Færeyjum, en Færeyjar og Ísland mætast Þórshöfn í vináttuleik á föstudagskvöld. Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV og beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Ísland og Færeyjar hafa mæst 25 sinnum í A landsliðum karla og hefur íslenska liðið unnið sigur 23 sinnum. Niðurstaðan var markalaust jafntefli í viðureign liðanna árið 1984 og eini sigur Færeyinga hingað til kom í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi árið 2009.

Allir leikirnir nema tveir hafa verið vináttuleikir - Ísland og Færeyjar voru saman í riðli í undankeppni EM 2004 og vann íslenska liðið 2-1 sigur í báðum viðureignum liðanna.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari léku báða þessa leiki og skoraði Eiður Smári í útileiknum.

Hægt er að sjá viðtal við Aron Einar Gunnarsson fyrirliða (á ensku) ásamt myndefni frá æfingunni á heimasíðu færeyska sjónvarpsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner