Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. júní 2021 05:55
Victor Pálsson
Ísland í dag - Þrír leikir í Lengjudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrír leikir spilaðir í Lengjudeild karla í kvöld en þeir hefjast allir klukkan 19:15.

Fyrir umferðina er Fram á toppnum með fullt hús stiga en Fjölnir getur jafnað liðið að stigum með sigri á Aftureldingu.

Grindavík og Selfoss eigast við í Grindavík en það síðarnefnda hefur farið hægt af stað og er með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Grótta tekur þá á móti Þrótt Reykjavík á Vivaldivellinum en Grótta er fyrir leikinn með sjö stig og Þróttur aðeins þrjú.

Einnig er leikið í neðri deildunum eins má sjá hér fyrir neðan.

fimmtudagur 3. júní

Lengjudeild karla
19:15 Afturelding-Fjölnir (Fagverksvöllurinn Varmá)
19:15 Grindavík-Selfoss (Grindavíkurvöllur)
19:15 Grótta-Þróttur R. (Vivaldivöllurinn)

2. deild karla
19:15 ÍR-KV (Hertz völlurinn)

3. deild karla
19:00 Dalvík/Reynir-Tindastóll (Dalvíkurvöllur)
20:00 Ægir-Víðir (Þorlákshafnarvöllur)

4. deild karla - A-riðill
20:00 Berserkir-KFR (Víkingsvöllur)

4. deild karla - C-riðill
20:00 KM-KÁ (KR-völlur)
20:00 Álafoss-Mídas (Tungubakkavöllur)

4. deild karla - D-riðill
20:00 KB-Úlfarnir (Domusnovavöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner