Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. júní 2021 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jafntefli gegn U21 landsliði Færeyja í fyrsta leik Ólafs Inga
Ólafur Ingi stýrði U19 landsliðinu í fyrsta sinn í dag.
Ólafur Ingi stýrði U19 landsliðinu í fyrsta sinn í dag.
Mynd: Raggi Óla
U19 landslið karla gerði jafntefli gegn gegn U21 landsliði Færeyja í vináttulandsleik í dag. Leikið var í Svangaskarði í Færeyjum.

Þorsteinn Aron Antonsson, varnarmaður Fulham, kom Íslandi yfir í leiknum en Færeyingarnir sneru leiknum við í seinni hálfleiknum. Þeir jöfnuðu í byrjun seinni hálfleiks og tóku svo forystuna þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Ísland náði hins vegar að jafna áður en flautað var af. „Aðeins fimm mínútum eftir að hafa komið inn á völlinn jafnar Hilmir Rafn Mikaelsson metin!" var skrifað á Twitter síðu KSÍ.

Þetta var fyrsti leikur Ólafs Inga Skúlasonar sem þjálfara U19 landsliðsins.

Á sunnudag mætir liðið svo U19 ára liði Færeyja.

Byrjunarlið Íslands:
1 Pálmi Rafn Arinbjörnsson
2 Jakob Franz Pálsson
3 Kári Daníel Alexandersson
4 Logi Hrafn Róbertsson
5 Þorsteinn Aron Antonsson
6 Óli Valur Ómarsson
8 Kristófer Jónsson
9 Orri Steinn Óskarsson
10 Danijel Dejan Djuric
11 Kjartan Kári Halldórsson
14 Dagur Þór Hafþórsson
Athugasemdir
banner
banner
banner