Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. júní 2021 06:00
Victor Pálsson
Keane: Grealish eins og Ronaldo
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, hrósaði Jack Grealish í hástert í gær eftir vináttulandsleik Englands og Austurríki.

Að sögn Keane er Grealish afar mikilvægur fyrir England sem spilar á EM sem hefst 11. júní.

Keane fer svo langt að líkja Grealish við Cristiano Ronaldo sem er einn besti knattspyrnumaður sögunnar.

„Hann er stjarnan, hann kemur hlutunum af stað," sagði Keane í samtali við ITV.

„Hann er hugrakkur og vill alltaf fá boltann í litlum svæðum. Eins og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal. Þú þarft svona leikmenn í liðið."

Grealish er á mála hjá Aston Villa og átti fínan leik í 1-0 sigri Englands í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner