Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 03. júní 2021 15:42
Ívan Guðjón Baldursson
Kolasinac og Huntelaar yfirgefa Schalke
Mynd: Getty Images
Sead Kolasinac og Klaas-Jan Huntelaar verða ekki áfram hjá Schalke eftir að hafa fallið úr þýsku deildinni á nýliðnu tímabili.

Báðir gengu þeir í raðir Schalke í janúar í tilraun til að bjarga félaginu frá falli og voru báðir tilbúnir til að vera áfram í bláu í þýsku B-deildinni á næstu leiktíð.

Samningar náðust þó ekki við félagið sem á í miklum fjárhagsvandræðum.

Kolasinac er varnarmaður á besta aldri. Hann lék 113 leiki hjá Arsenal og á yfir 140 leiki að baki fyrir Schalke, auk þess að vera lykilmaður í landsliði Bosníu.

Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal, sem er tilbúið til að leyfa honum að skipta um félag til að losna við hann af launaskrá.

Huntelaar verður 38 ára í ágúst og hefur spilað fyrir félög á borð við Ajax, Real Madrid og AC Milan á ferlinum. Hann verður fáanlegur á frjálsri sölu í sumar.

Huntelaar er sagður vilja taka annað tímabil í atvinnumennsku áður en hann leggur skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner