Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 03. júní 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
6 sem berjast um 3 stöður - „Horfi á alla samkeppni sem góðan hlut"
Icelandair
Jökull Andrésson
Jökull Andrésson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn æfði ekki með í dag
Hákon Rafn æfði ekki með í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson
Elías Rafn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Að mati fréttaritara eru sex markverðir sem berjast um þrjár markvarðarstöður í komandi undankeppni fyrir EM í flokki U21 árs landsliða.

Í mars voru þeir Elías Rafn Ólafsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Patrik Sigurður Gunnarsson valdir í hópinn sem fór á lokamót EM. Patrik var þar aðalmarkvörður en Elías spilaði lokaleikinn.

Elías er nú með A-landsliðinu í verkefni þess en Patrik er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Hákon Rafn var valinn í U21 árs landsliðið.

Þeir Brynjar Atli Bragason, leikmaður Breiðabliks, og Jökull Andrésson, hjá Reading, eru einnig í U21 árs landsliðinu sem æfði í vikunni. Sigurjón Daði Harðarson, aðalmarkvörður Fjölnis, var valinn í æfingahóp í mars en var ekki valinn núna.

Þessir sex eru allir gjaldgengir í komandi verkefni U21 liðsins og ljóst að samkeppnin um þrjár markvarðararstöður í hópnum verður gríðarleg.

Jökull var til viðtals fyrir æfingu í dag og var hann spurður út í þessa samkeppni. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

„Ég horfi á alla samkeppni sem góðan hlut. Maður þarf að hafa samkeppni til að verða betri sjálfur. Að sjá að þeir (Elías og Patrik) eru í A-landsliðinu svona ungir er geggjað fyrir mig, það er eitthvað sem ég er að þrýsta á að ná að gera."

„Þá veit ég að ef ég næ að halda áfram að sýna mig á æfingum og sýna mig í leikjum með mínu félagsliði, þá vona ég það besta - að maður verði sjálfur þarna einhvern tímann í framtíðinni."



Brynjar Atli á æfingu í dag
Jökull: Voru kindur fyrir utan bústaðinn en mér var alveg sama
Athugasemdir
banner
banner
banner