Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 03. júní 2021 13:38
Ívan Guðjón Baldursson
Nicklas Bendtner hættur í fótbolta
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner er búinn að leggja skóna á hilluna eftir vægast sagt skrautlegan feril. Hann er 33 ára gamall.

Bendtner hóf atvinnumannaferilinn hjá Arsenal þar sem hann skoraði í heildina 45 mörk í 171 leik. Hann var þekktur fyrir óbilandi sjálfstraust þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði að verða einn af bestu knattspyrnumönnum heims.

Meiðsli settu strik í reikninginn en Bendtner skoraði 12 mörk í 31 leik á sínu besta tímabili með Arsenal. Þá var hann 22 ára gamall.

Bendtner gerði góða hluti með danska landsliðinu og skoraði 24 mörk í fyrstu 57 leikjunum.

Hann lék meðal annars fyrir Juventus, Wolfsburg, Sunderland og Rosenborg og var reglulega í fjölmiðlum af hinum ýmsu ástæðum.

Til dæmis er hann titlaður Lord Bendtner eftir að Se og Hør keypti land fyrir hann í Skotlandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner