Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 03. júní 2021 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Pochettino þarf að tjá sig opinberlega"
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: EPA
Jonathan Johnson, sérfræðingur um franska boltann, segir að Mauricio Pochettino verði að tjá sig opinberlega.

Það hefur verið rætt og skrifað um framtíð Pochettino að undanförnu.

Pochettino tók við PSG í byrjun janúar og stýrði liðinu til sigur í franska bikarnum. Liðið hafnaði í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og komst þá í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Það hafa verið sögur um að hann vilji yfirgefa Paris Saint-Germain, sögur um að samband hans við Leonardo sé ekki gott. Leonardo er yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG.

„Ég held að það sé kominn tími núna þar sem hann þarf að tjá sig opinberlega, hvort hann sé ósáttur við PSG eða hvort þetta sé uppspuni," sagði Jonson við Sky Sports.

Pochettino hefur verið orðaður við endurkomu til Tottenham en útlit er fyrir það að Antonio Conte taki við þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner