Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. júní 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir De Boer vera „algjörlega gagnslausan"
Frank de Boer.
Frank de Boer.
Mynd: Getty Images
Hollendingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Skotlandi í gær í vináttulandsleik fyrir Evrópumótið.

Frank de Boer, þjálfari Hollands, er ekki búinn að finna taktinn og hefur verið gagnrýndur fyrir.

Franski fjölmiðlamaðurinn Julien Laurens tók hann fyrir á ESPN eftir leikinn við Skotland.

„De Boer er algjörlega gagnslaus. Liðsuppstillingin er ótrúleg. Hann heldur áfram að stilla upp með þrjá miðverði í 3-5-2 en það sjá allir í heiminum - fyrir utan hann - að það virkar ekki. Hans eigin leikmenn vilja spila 4-3-3," sagði Laurens.

Ronald Koeman kom Hollandi á EM en tók svo við Barcelona. De Boer hefur ekki gengið vel í þjálfun undanfarin ár og Holland lítur ekki vel út fyrir þetta mót.
Athugasemdir
banner
banner