Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. júní 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vildi leita í viskubrunn Lars Lagerback fyrir EM
Icelandair
Lagerback er í þjálfarateymi Íslands.
Lagerback er í þjálfarateymi Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnland er á leið á sitt fyrsta stórmót í sumar þegar þeir taka þátt í Evrópumótinu.

Finnland spilar í B-riðli með Belgíu, Danmörku og Rússlandi. Riðillinn verður spilaður í Kaupmannahöfn og í Rússlandi.

Það er mikil spenna í Finnlandi fyrir mótinu og hefur Evrópumótið aukið áhuga þjóðarinnar á fótbolta. Íshokkí er gríðarlega vinsælt í landinu en fótbolti er núna að verða vinsælli.

Markku Kanerva, þjálfari Finnlands, segir í viðtali við Yahoo Sports að hann líti á Ísland sem innblástur. Ísland fór á EM 2016 og komst þar alla leið í átta-liða úrslit með liðsheildina að vopni.

Kanerva segist hafa boðið Lars Lagerback, sem stýrði Íslandi á EM 2016, að ræða við leikmannahóp sinn fyrir mótið og deila góðum leyndarmálum. Lagerback er núna í þjálfarateymi íslenska landsliðsins en það kemur ekki fram hvort hann hafi þegið boð Kanerva.
Athugasemdir
banner