Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. júní 2021 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikir: Belgía gerði óvænt jafntefli - Sviss skoraði sjö
Ólíklegt er að Kevin de Bruyne nái fyrsta leik á EM.
Ólíklegt er að Kevin de Bruyne nái fyrsta leik á EM.
Mynd: EPA
Belgía gerði jafntefli gegn Grikklandi í vináttulandsleik í kvöld. Leikurinn var liður í undirbúningi fyrir Evrópumótið sem hefst eftir rúma viku.

Belgía er eitt af sigurstranglegustu liðum mótsins en þeim tókst ekki að vinna í kvöld, niðurstaðan var 1-1 jafntefli. Kevin de Bruyne, besti leikmaður Belgíu, meiddist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og það er óvissa með það hvort hann verði klár í fyrsta leik EM.

Sviss spilaði við Lichtenstein og var það mjög einfalt verkefni fyrir Sviss. Niðurstaðan var 7-0 sigur.

Þá vann Tyrkland 2-0 sigur á Moldóvu og Úkraína lagði Norður-Írland, 1-0. Tyrkland og Úkraína eru á meðal þáttökuþjóða á Evrópumótinu.

Írland, sem hefur verið í mikilli lægð, vann 4-1 útisigur á Andorra eftir að hafa lent 1-0 undir. Írland fer ekki á EM í sumar.

Sviss 7 - 0 Liechtenstein
1-0 Mario Gavranovic ('19 )
2-0 Christian Fassnacht ('46 )
3-0 Noah Frick ('57 , sjálfsmark)
4-0 Christian Fassnacht ('70 )
5-0 Mario Gavranovic ('75 )
6-0 Mario Gavranovic ('79 )
7-0 Edimilson Fernandes ('85 )

Andorra 1 - 4 Írland
1-0 Marc Vales ('52 )
1-1 Troy Parrott ('58 )
1-2 Troy Parrott ('61 )
1-3 Jason Knight ('84 )
1-4 Daryl Horgan ('90 )

Tyrkland 2 - 0 Moldova
1-0 Burak Yilmaz ('58 )
2-0 Cengiz Under ('77 )

Úkraína 1 - 0 Norður-Írland
1-0 Oleksandr Zubkov ('10 )

Belgía 1 - 1 Grikkland
1-0 Thorgan Hazard ('20 )
1-1 Giorgos Tzavellas ('66 )
Athugasemdir
banner
banner