Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. júní 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
100 flóttamenn fá boðsmiða á úrslitaleikinn
Mynd: EPA
Á sunnudaginn mætast Wales og Úkraína í hreinum úrslitaleik í Cardiff um sæti á HM í Katar.

Stjórnvöld og fótboltasambandið í Wales hafa tilkynnt að 100 úkraínskum flóttamönnum verði boðið á leikinn. Miðar fyrir heimamenn eru þegar uppseldir.

Sendiherra Úkraínu í Bretlandi hefur einnig verið boðið á leikinn og sérstök móttaka verður á flugvellinum í Cardiff þegar landsliðið lendir þar.

„Þetta er tækifæri fyrir okkur til að ítreka stuðning okkar við Úkraínu þar sem barist er gegn tilefnislausum og grimmilegum stríðsaðgerðum Rússa," segir Mark Drakeford, fyrsti ráðherra velsku heimastjórnarinnar.

Úkraína komst í úrslitaleik umspilsins með því að vinna Skotland 3-1 í Glasgow. Wales vonast til þess að komast á sitt fyrsta HM síðan 1958. Úkraína hefur einu sinni komist í lokakeppnina en það var 2006.
Athugasemdir
banner
banner