Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júní 2022 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Ægir og Völsungur á toppinn
Mynd: Ægir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Ægir og Völsungur deila toppsæti 2. deildar karla eftir flotta sigra í dag. Ægismenn heimsóttu Hauka og skoraði Dimitrije Cokic eina mark leiksins á 25. mínútu.


Strákarnir úr Þorlákshöfn eru að gera frábæra hluti í byrjun sumars og eru ekki búnir að fá mark á sig eftir fimm fyrstu umferðirnar.

Ægismenn eru með þrettán stig eftir fimm umferðir, alveg eins og Völsungur sem lenti tveimur mörkum undir á heimavelli í kvöld.

Julio Cesar Fernandes skoraði tvö fyrir KF áður en endurkoma Húsvíkinga hófst. Mikel Abando Arana jafnaði fyrir Völsung á sömu mínútu og honum var skipt inná og leit sigurmarkið ekki dagsins ljós fyrr en seint í uppbótartíma. Þar var Áki Sölvason á ferðinni.

ÍR vann þá góðan sigur í Ólafsvík þrátt fyrir að spila síðasta hálftímann leikmanni færri. ÍR komst í tveggja marka forystu snemma leiks og minnkuðu Ólsarar muninn ekki fyrr en á 77. mínútu.

ÍR er með átta stig eftir fimm umferðir á meðan Ólsarar eru í fallbaráttunni með tvö stig.

Haukar 0 - 1 Ægir
0-1 Dimitrije Cokic ('25)

Völsungur 3 - 2 KF
0-1 Julio Cesar Fernandes ('20 )
0-2 Julio Cesar Fernandes ('47 )
1-2 Santiago Feuillassier Abalo ('50 )
2-2 Mikel Abando Arana ('76 )
3-2 Áki Sölvason ('95 )

Víkingur Ó. 1 - 2 ÍR
0-1 Bergvin Fannar Helgason ('2 )
0-2 Jón Gísli Ström ('22 )
1-2 Andri Þór Sólbergsson ('77 )
Rautt spjald: Jörgen Pettersen, ÍR ('58)


Athugasemdir
banner
banner
banner