Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fös 03. júní 2022 21:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Andri Fannar: Reyndum að fara eftir okkar gildum
Icelandair
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska U21 landsliðið gjörsamlega rúllaði yfir Liechtenstein í undankeppni EM.

Strákarnir okkar gerðu út um viðureignina með þremur mörkum á fyrstu tíu mínútunum en létu sér það ekki nægja og var staðan orðin 8-0 í leikhlé. Atli Barkarson gerði níunda markið í síðari hálfleik og urðu lokatölur 9-0 í þessum stærsta sigri í sögu U21 landsliðsins.


Lestu um leikinn: Ísland U21 9 -  0 Liechtenstein U21

„Við spiluðum bara mjög vel og reyndum að fara eftir okkar gildum og við gáfum bara í eftir hvert mark sem við skoruðum og vildum bara að þróa okkur sem leikmenn og sem lið." Sagði Andri Fannar Baldursson leikmaður Íslands eftir leikinn í dag.

Íslenska liðið fór með 8-0 forystu inn í hálfleikinn sem var jöfnun á meti hjá U21 landsliði karla. Íslenska liðið skoraði svo bara eitt mark í síðari hálfleik en Andri Fannar vildi ekki meina að menn hefðu slakað á.

„Það er nátturlega ekkert eðlilegt að vera komnir í 8-0 yfir í hálfleik en það gerðist og við skoruðum eiginlega úr öllum færum sem við fengum þannig það var bara mjög jákvætt."

„Ég myndi kannski ekki segja að við slökuðum mikið á en við kannski héldum bara aðeins meira í boltann."

Nánar er rætt við Andra Fannar Baldursson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner