Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. júní 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arna Sif skarað fram úr - Erfitt fyrir Steina að skilja hana eftir
Arna Sif fagnar marki með Val.
Arna Sif fagnar marki með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir er búin að vera besti leikmaðurinn í fyrsta þriðjungi Bestu deildar kvenna að mati Heimavallarins.

Farið var yfir þetta í nýjasta þætti hlaðvarpsins. Fótboltaþjálfararnir Guðni Þór Einarsson og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir lofuðu Örnu Sif og hennar frammistöðu með Val í þættinum.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var með skýr skilaboð til landsliðsþjálfarans eftir sigur Vals gegn Breiðabliki í síðustu viku. „Ég ætla bara að segja það, Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið."

Með frammistöðu sinni í sumar er Arna að búa til hausverk fyrir Þorstein vegna hópsins fyrir EM í sumar.

„Er ekki Arna farin að banka verulega á dyrnar?" spurði Guðni í þættinum. „Jú, ég myndi segja það. Hún er að banka verulega," sagði Guðrún Jóna og talaði um það að Arna myndi reynast íslenska landsliðinu frábærlega í föstum leikatriðum.

„Það hlýtur að vera að Steini sé allavega farinn að horfa til hennar," sagði Guðrún.

„Hún getur ekki gert mikið meira... það vinnur kannski gegn henni að við eigum ótrúlega mikið af sterkum miðvörðum," sagði Mist Rúnarsdóttir sem stýrði þættinum.

„Já, miðað við frammistöðu hennar þá væri erfitt fyrir Steina að skilja hana eftir heima."

Nik besti þjálfarinn
Guðni og Guðrún voru sammála um það að Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, hefði verið besti þjálfarinn í fyrsta þriðjungi deildarinnar. Þróttarar að berjast á toppi deildarinnar.
Heimavöllurinn: Þriðjungsuppgjör Bestu og allt eftir bók í bikar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner