Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. júní 2022 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið U21: Ísak og Óli Valur byrja
Icelandair
Ísak Snær byrjar og það gerir Óli Valur líka
Ísak Snær byrjar og það gerir Óli Valur líka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri
Davíð Snorri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 árs landsliðið mætir liði Liechtenstein í undankeppni EM klukkan 17:00 á Víkingsvelli. Leikurinn í dag verður sýndur í beinni útsendingu á Viaplay.

Lestu um leikinn: Ísland U21 9 -  0 Liechtenstein U21

Byrjunarliðið hefur verið opinbert og má sjá það hér að neðan. Sex breytingar eru á liðinu frá síðasta keppnisleik sem var á Kýpur í mars.

Óli Valur Ómarsson og Ísak Snær Þorvaldsson munu spila sinn fyrsta U21 landsleik. Einnig koma þeir Róbert Orri, Ísak Óli, Andri Fannar og Atli Barkarson inn í liðið.

Byrjunarlið Íslands:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
4. Róbert Orri Þorkelsson
5. Ísak Óli Ólafsson
7. Andri Fannar Baldursson
8. Kolbeinn Þórðarson
9. Brynjólfur Willumsson (f)
10. Kristian Nökkvi Hlynsson
15. Óli Valur Ómarsson
16. Ísak Snær Þorvaldsson
17. Atli Barkarson
20. Kristall Máni Ingason

Þjálfari liðsins er Davíð Snorri Jónasson. Liðið þarf að vinna leikinn í dag til þess að eiga möguleika á því að komast í lokakeppni EM.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner