Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. júní 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bætist önnur nauðgun við ákæruna gegn Mendy
Mynd: Getty Images

Benjamin Mendy, vinstri bakvörður Manchester City, hefur ekki spilað fótbolta síðan hann var handtekinn í lok ágúst. Hann er ákærður fyrir sjö nauðganir og tvö önnur kynferðisbrot og vinur hans Louis Saha Matturie fyrir átta nauðganir og fjögur önnur kynferðisbrot.


Nú hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að önnur ákæra hefur bæst við hjá Mendy og er hann því ákærður fyrir átta nauðgunarbrot.

Mendy og Saha hafa báðir neitað sök og hefjast réttarhöldin 25. júlí. Mendy hefur ekki fengið tækifæri til að neita sök fyrir áttunda nauðgunarbrotið en búist er við því að hann lýsi aftur yfir sakleysi.

Öll meintu brot Mendy áttu sér stað frá október 2018 til ágúst 2021 og hefur Frakkinn því ekki verið kærður fyrir að fremja kynferðisbrot eftir að honum var sleppt úr haldi gegn tryggingu í janúar.

Mendy gekk í raðir Man City sumarið 2017 fyrir 52 milljónir punda og hefur líklegast spilað sinn síðasta fótboltaleik fyrir félagið eða sem atvinnumaður.


Athugasemdir
banner