Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. júní 2022 17:53
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: De Bruyne, De Jong, Mbappe og Benzema
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það eru tveir stórleikir á dagskrá í Þjóðadeildinni í kvöld og hafa öll byrjunarliðin verið staðfest.


Belgía tekur á móti Hollandi í alvöru nágrannaslag og mæta báðar þjóðir til leiks með sterk byrjunarlið þar sem Kevin De Bruyne og Frenkie de Jong mætast á miðjunni.

Virgil van Dijk, Steven Bergwijn, Memphis Depay og hinn umtalaði Jurriën Timber eru meðal byrjunarliðsmanna Hollendinga og halda þeir mönnum á borð við Matthijs de Ligt, Stefan de Vrij og Wout Weghorst á bekknum.

Eden Hazard ber fyrirliðaband Belga og eru margir af bestu leikmönnum þjóðarinnar í byrjunarliðinu. Hans Vanaken, eftirsóttur framherji Club Brugge, er í byrjunarliðinu á meðan menn á borð við Yannick Carrasco, Dries Mertens og Youri Tielemans byrja á bekknum.

Belgía: Mignolet, Alderweireld, Boyata, Vertonghen, Meunier, De Bruyne, Witsel, Castagne, Vanaken, E. Hazard, Lukaku

Holland: Cillessen, Timber, Van Dijk, Ake, Dumfries, Berghuis, Klaassen, De Jong, Blind, Bergwijn, Depay

Þá er annar stórleikur á dagskrá í Frakklandi þar sem heimsmeistararnir mæta sterku liði Dana.

Frakkar eru ekkert að spara sig og mæta til leiks með sínar helstu stjörnur í byrjunarliðinu. Paul Pogba er ekki í hóp og þá er ekkert pláss fyrir hinn funheita Christopher Nkunku í byrjunarliðinu.

Lucas og Theo Hernandez byrja báðir og virðist Stephan Guy landsliðsþjálfari Frakka ætla að nota Kingsley Coman í stöðu hægri vængbakvarðar. Kylian Mbappe og Karim Benzema leiða sóknarlínuna ásamt Antoine Griezmann.

Christian Eriksen er í byrjunarliði Dana ásamt mönnum á borð við Pierre-Emile Höjbjerg, Thomas Delaney, Joakim Mæhle og Kasper Dolberg.

Danski bekkurinn er einnig sterkur þar sem Kasper Hjulmand landsliðsþjálfari getur reitt sig á menn eins og Yussuf Poulsen, Martin Braithwaite, Andreas Cornelius og Mikkel Damsgaard.

Frakkland: Lloris, Kounde, Varane, L. Hernandez, Coman, Kante, Tchouameni, T. Hernandez, Griezmann, Mbappe, Benzema

Danmörk: Schmeichel, Andersen, Nelsson, Vestergaard, Mæhle, Höjbjerg, Delaney, Wass, Eriksen, Skov Olsen, Dolberg


Athugasemdir
banner
banner