Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 03. júní 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
City ætlar ekki að lána Alvarez þrátt fyrir mikinn áhuga
Mynd: Getty Images

Argentínski framherjinn Julian Alvarez flytur til Manchester í sumar eftir að hafa verið einn af bestu leikmönnum argentínsku deildarinnar með River Plate.


Alvarez er 22 ára gamall og er talinn gífurlega mikið efni. Það voru mörg félög með í baráttunni um framherjann en Manchester City hafði betur að lokum.

Það eru mörg félög í Frakklandi, Spáni og Ítalíu sem vilja fá Alvarez að láni frá City á næstu leiktíð en Englandsmeistararnir ætla ekki að verða við þeirri beiðni.

Pep Guardiola hefur miklar mætur á Alvarez og ætlar að nota hann.

Alvarez er kominn með 14 mörk í 17 leikjum með River Plate á leiktíðinni, auk þess að vera búinn að gefa fjórar stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner