Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. júní 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danijel Djuric farinn frá Midtjylland - Nokkur tilboð á borðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Danijel Dejan Djuric er farinn frá danska félaginu Midtjylland en samningur hans við félagið er runninn út.

Danijel er fæddur árið 2003 og er miðjumaður sem á að baki 42 leiki fyrir U16-U19 landsliðin.

Hann var fyrirliði U19 landsliðsins sem fór í milliriðla fyrir EM í mars.

Danijel gekk í raðir Midtjylland frá Breiðabliki snemma árs 2019. Hjá Midtjylland hefur Danijel spilað með U19 liðinu og varaliðinu.

Í vetur skoraði hann ellefu mörk í 23 leikjum í U19 deildinni og lagði upp átta mörk.

Danijel staðfesti við Fótbolta.net í dag að hann væri með nokkur tilboð á borðinu og væri að hugsa hvert sitt næsta skref yrði á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner