Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 03. júní 2022 21:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Snorri: Þeir hafa ekkert verið að tapa þessum leikjum svona stórt
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðs Íslands.
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðs Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska U21 landsliðið gjörsamlega rúllaði yfir Liechtenstein í undankeppni EM.

Strákarnir okkar gerðu út um viðureignina með þremur mörkum á fyrstu tíu mínútunum en létu sér það ekki nægja og var staðan orðin 8-0 í leikhlé. Atli Barkarson gerði níunda markið í síðari hálfleik og urðu lokatölur 9-0 í þessum stærsta sigri í sögu U21 landsliðsins.


Lestu um leikinn: Ísland U21 9 -  0 Liechtenstein U21

„Sáttur með góða frammistöðu, sáttur með að vinna. Við ætluðum að spila á milli lína, við ætluðum að æfa ákveðnar hreyfingar á köntunum og vera fljótir að vinna boltann aftur og þetta gekk allt upp og svo komu mörkin ofan á það. Mjög sáttur með góða byrjun á þessum glugga." Sagði Davíð Snorri Jónasson eftir leiks liðsins í dag.

Íslenska liðið fór með 8-0 forystu inn í hálfleikinn sem var jöfnun á meti hjá U21 landsliði karla.

„Við vorum ekkert að gera ráð fyrir því sérstaklega. Við ætluðum bara að gera þessa hluti vel. Mótið er búið að vera nokkuð gott fyrir okkur og við ætluðum að byrja þetta vel, 8-0 er mikið en við spiluðum líka bara mjög vel."

 Næstu leikir Íslands eru gegn Hvíta Rússlandi og Kýpur og svo sannarlega möguleiki á 9 stiga glugga.

„Markmiðið var bara að byrja þetta sterkt og í líka bara að fylgja eftir frábærri frammistöðu A landsliðsins í gær og það eru 5 heimaleikir og við erum svolítið að reyna grípa fólkið með okkur."

Nánar er rætt við Davíð Snorra í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner