Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. júní 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enginn heimsendir fyrir Atla að SönderjyskE féll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: SönderjyskE
Atli Barkarson gekk í raðir SönderjyskE í Danmörku í upphafi árs. Atli fór frá Íslands- og bikarmeisturum Víkings eftir tveggja ára dvöl og var svolítið inn og út úr danska liðinu seinni hluta tímabilsins í Danmörku.

SönderjyskE var í mikilli fallbaráttu og á endanum varð fall niður í 1. deildina staðreynd.

Sjá einnig:
„Held meira með Völsungi en ég er orðinn mjög mikill Víkingur"

„Auðvitað eru vonbrigði að halda okkur ekki uppi en þetta er kannski bara allt í lagi fyrir mig. Ég vonandi spila bara alla leiki á næsta tímabili og það er það sem skiptir mestu máli - að fá mínútur og reynslu. Ég vissi alveg hvað ég var að fara út í og svona er þetta bara," sagði Atli.

Atli segir að það sé markmiðið og planið sé að spila alla leiki á komandi tímabili. „Þeir tala um að þeir hafa mikla trú á mér og töluðu við mig sem framtíðarleikmann og ég sé mikla möguleika á að fá mikið að spila á næsta tímabili. Vonandi förum við beint upp aftur, það eru nýir eigendur og nýr þjálfari sem er góður. Stefnan er að fara beint aftur upp, við erum búnir að sækja þrjá nýja leikmenn á síðustu dögum."

Atli byrjaði á því að vera í liðinu hjá SönderjyskE eftir að hann kom út, datt svo úr liðinu en kom aftur inn í liðið í lok tímabils.

„Ég byrjaði að spila fyrstu 3-4 leikina, svo datt ég á bekkinn og var í bekknum í einhverja 6-7 leiki í röð sem er auðvitað alveg högg. Það er alltaf erfitt þegar maður kemur út að vera á bekknum og spila ekki neitt. Ég hélt bara áfram að gera mitt, það var rætt við mig og sagt að þetta væri bara tímabundið. Síðan spilaði ég síðustu 4-5 leikina og gerði það bara fínt. Svona er þetta bara, þetta er upp og niður og maður þarf bara að halda áfram að gera sitt besta."

Atli segir að danska Superliga sé öðruvísi en hann hafði búist við. „Hún er meira 'physical' og meiri hlaup. Deildin er mjög góð og leikmennirnir eru mjög góðir. Munurinn er að allir eru á 'toppleveli' allir eru 100% 'fit' og allir eru góðir," sagði Atli.

Vinstri bakvörðurinn er í U21 landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leik gegn Liechtenstein í kvöld.
Atli Barkar: Fínt fyrir mig núna að vera í U21
Athugasemdir
banner
banner