Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. júní 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Enrique kemur Ferran Torres til varnar
Mynd: EPA
Ferran Torres er í miklum metum hjá Luis Enrique, landsliðsþjálfara Spánar, en það eru ekki allir jafn sannfærðir.

Torres hefur fengið talsverða gagnrýni í spænskum fjölmiðlum, bæði fyrir frammistöðu sína með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann fann sig ekki í 1-1 jafntefli gegn Portúgal í gær.

Enrique var spurður út í Torres eftir leikinn.

„Ég hef ekki áhyggjur af frammistöðu Ferran... hann er toppleikmaður sem á góða daga og slæma eins og allir aðrir," sagði Enrique.

Íþróttafréttamaðurinn Will Faulks segir að slæmu dagarnir hjá Ferran Torres teygi sig núna alveg niður í janúar.

„Það eru vafalítið hæfileikar og geta til staðar, við höfum alveg séð það. En klárlega lítur út fyrir að Barcelona hafi ekki verið að fá það sem það hélt þegar hann var keyptur frá Manchester City," segir Faulks.
Athugasemdir
banner
banner
banner