Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 03. júní 2022 18:20
Elvar Geir Magnússon
Gross bindur sig hjá Brighton til 2024
Pascal Gross.
Pascal Gross.
Mynd: Getty Images
Pascal Gross hefur skrifað undir nýjan samning við Brighton til 2024. Þessi þrítugi miðjumaður hefur verið hjá Brighton síðan 2017 og skorað 17 mörk í 155 úrvalsdeildarleikjum.

„Hann hefur verið lykilmaður síðan liðið komst í úrvalsdeildina. sem einn reyndasti leikmaðurinn í klefanum er hann frábær fyrirmynd fyrir yngri leikmenn," segir Graham Potter, stjóri Brighton.

Gross var fyrsti leikmaðurinn sem Brighton keypti eftir að félagið komst upp í úrvalsdeildina fyrir fimm árum.

Hann hefur síðan hjálpað til við að festa liðið í deildinni en Potter og lærisveinar enduðu í níunda sæti á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner