Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. júní 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Höddi þú verður að gera betur"
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Getty Images
Kári Árnason, landsliðsgoðsögn og sérfræðingur Viaplay, gagnrýndi varnarvinnu Harðar Björgvins Magnússonar í öðru marki Ísraels í gær. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

„Sko, Hörður. Þú ert vinur minn og allt það, þetta gengur bara ekki. Þú kemur út á sléttu eftir, þú verður að líta um öxl. Hann er fyrir miðju markinu, þú mátt ekki sogast á boltann. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu. Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður er ekki í. Höddi þú verður að gera betur," sagði Kári eftir leikinn.

Sjálfur viðurkenndi Hörður mistök sín í viðtali eftir leikinn.

„Ég get tekið þetta á mig," sagði Hörður í viðtali um jöfnunarmark Ísrael. „Þetta voru mistök hjá mér. Ég hélt ég væri með manninn en hann var langt frá. Þetta fer í reynslubankann."

Eftir jafnteflið í gær er komið að heimaleik á Laugardalsvelli gegn Albaníu á mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner