Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. júní 2022 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Fjölnir lagði KV undir lokin
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjölnir 3 - 1 KV
1-0 Viktor Andri Hafþórsson ('29)
1-1 Askur Jóhannsson ('38)
2-1 Hákon Ingi Jónsson ('75)
3-1 Dagur Ingi Axelsson ('90)


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 KV

Fjölnir og KV áttust við í Lengjudeildinni í kvöld og byrjuðu heimamenn talsvert betur. 

Þeir verðskulduðu að taka forystuna þegar Viktor Andri Hafþórsson skoraði á 29. mínútu en gestirnir úr Vesturbænum jöfnuðu fyrir leikhlé. Þar var Askur Jóhannsson á ferðinni þegar hann skallaði hornspyrnu í netið.

Vesturbæingar virtust lifna við eftir jöfnunarmarkið og var staðan 1-1 í leikhlé.

Það var lítið sem ekkert að frétta í síðari hálfleik þar til Hákon Ingi Jónsson kom Fjölnismönnum yfir á nýjan leik eftir einfalda sókn upp kantinn þegar stundarfjórðungur var eftir.

KV menn sóttu í sig veðrið á lokakaflanum en náðu ekki jöfnunarmarkinu. Þeir vildu fá vítaspyrnu í tvígang en að lokum voru það Fjölnismenn sem skoruðu síðasta markið og niðurstaðan 3-1 sigur.

Lúkas Logi Heimisson fór framhjá fjórum Vesturbæingum en skot hans var varið í uppbótartíma. Dagur Ingi Axelsson fylgdi eftir með marki.

Fjölnir er í öðru sæti Lengjudeildarinnar með tíu stig, þremur stigum eftir toppliði Selfoss. KV er áfram á botninum, án stiga.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner