Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 03. júní 2022 21:28
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Mosfellingar misstu forystuna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Kórdrengir gerðu þriðja jafnteflið í fjórum síðustu deildarleikjum er liðið fékk Grindavík í heimsókn í kvöld.


Kórdrengir byrjuðu leikinn betur en Kristófer Páll Viðarsson tók forystuna fyrir gestina í fyrri hálfleik með marki beint úr aukaspyrnu.

Grindvíkingar fundu aukinn kraft og var Kristófer Páll nálægt því að tvöfalda forystuna fyrir leikhlé en skot hans fór framhjá. Staðan því 0-1 í leikhlé.

Iosu Villar jafnaði fyrir Kórdrengi í síðari hálfleik eftir lága fyrirgjöf frá Fatai Gbadamosi.

Það var mikið líf á lokamínútum leiksins þar sem Kórdrengir komu boltanum tvisvar í netið en brot dæmd og svo vildu þeir einnig fá vítaspyrnu í uppbótartíma sem fékkst ekki. 

Grindvíkingar fengu einnig tækifæri til að gera sigurmark en boltinn fór ekki inn og lokatölur urðu 1-1. Kórdrengir eru því með sex stig eftir fimm umferðir og Grindvíkingar með níu stig.

Sjáðu textalýsinguna

Kórdrengir 1 - 1 Grindavík
0-1 Kristófer Páll Viðarsson ('29)
1-1 Iosu Villar ('61)

Í Mosfellsbæ gerðu Afturelding og Grótta jafntefli í afar dramatískum leik sem hófst með látum. Heimamenn fengu dauðafæri í byrjun og svo varði Jón Ívan Rivine vítaspyrnu frá Sigga Bond í hornspyrnu. Siggi tók hornið sjálfur og rataði fullkomin fyrirgjöf á kollinn á Andi Hota og Afturelding komin með forystuna.

Grótta tók öll völd á vellinum eftir markið en tókst ekki að koma boltanum framhjá Esteve Pena Albons.

Það var mikið um færi í opnum leik og tvöfaldaði Jökull Jörvar Þórhallsson forystu heimamanna eftir leikhlé. Hann gerði vel að snúa varnarmann Gróttu af sér áður en hann kláraði og staðan orðin 2-0 með rétt rúman hálftíma eftir af venjulegum leiktíma.

Seltirningar voru mikið að fá hornspyrnur í leiknum og skoruðu þeir úr sinni tíundu hornspyrnu. Júlí Karlsson skallaði hana í netið og staðan orðin 2-1. Sex mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og var gríðarleg spenna á lokamínútunum.

Það var alveg undir lokin sem Ívan Óli Santos náði að gera jöfnunarmark fyrir Gróttu og lokatölur urðu 2-2. 

Mosfellingar komust þarna grátlega nálægt sínum fyrsta sigri á deildartímabilinu en Afturelding er aðeins með þrjú stig eftir fimm umferðir. Grótta er í öðru sæti jafnt Fylki á stigum, þremur stigum eftir toppliði Selfoss.

Sjáðu textalýsinguna

Afturelding 2 - 2 Grótta
0-0 Sigurður Gísli Bond Snorrason ('13, misnotað víti)
1-0 Andi Hoti ('15)
2-0 Jökull Jörvar Þórhallsson ('58)
2-1 Júlí Karlsson ('75)
2-2 Ívan Óli Santos ('95)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner