fös 03. júní 2022 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Selfoss vann á Akureyri
Lengjudeildin
Mynd: Hulda Margrét

Þór 0 - 2 Selfoss
0-1 Gonzalo Zamorano ('40)
0-2 Hrvoje Tokic ('58)


Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Selfoss

Selfoss er á fleygiferð í Lengjudeild karla og er komið með fjögurra stiga forystu á toppinum eftir frækinn sigur á Akureyri. 

Fyrri hálfleikur var bragðdaufur en Gonzalo Zamorano hefur verið funheitur í upphafi sumars og gerði hann fyrsta mark leiksins skömmu fyrir leikhlé. Markið kom uppúr þurru þar sem boltinn datt fyrir Zamorano eftir klafs í vítateignum og hann skoraði.

Hrvoje Tokic tvöfaldaði forystu Selfyssinga í upphafi síðari hálfleiks með skalla eftir fyrirgjöf Arons Darra Auðunssonar.

Þórsarar reyndu að minnka muninn en sóknarleikurinn gekk ekki nægilega vel gegn skipulögðum Selfyssingum og lokatölur urðu 0-2.

Þór er með fimm stig eftir fimm umferðir. Selfoss er með þrettán stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner