Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Miðað við mannskapinn áttum við að berjast um topp 3-4 sætin"
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason gekk í raðir tyrkneska félagsins Adana Demirspor á síðasta ári og átti mjög fínt tímabil með liðinu. Hann skoraði fimm mörk í 31 deildarleik þegar liðið endaði í níunda sæti deildarinnar.

Birkir, sem er fyrirliði íslenska landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net á dögunum.

„Mér fannst þetta bara mjög gott, bæði liðið og ég persónulega áttum frábært tímabil. Við duttum svolítið niður í lokin. Miðað við manskapinn áttum við að berjast um topp 3-4 sætin en náðum því ekki. Heilt yfir var þetta samt frábært tímabil fyrir félagið," sagði Birkir.

Nokkur þekkt nöfn eru í leikmannahópi Adana. Gökhan Inler er fyrirliði, Benjamin Stambouli er varafyrirliði og þá eru framherjarnir Loic Remy og Mario Balotelli einnig í hópnum svo einhverjir séu nefndir.

Adana fór upp úr næstefstu deild á síðasta ári og var því nýliði í efstu deild á nýliðnu tímabili. Liðið tapaði fimm leikjum í röð áður en stórsigur vannst í lokaumferðinni.

„Já, það voru vonbrigði. Töpuðum fimm leikjum áður en við unnum síðasta leikinn. Það eru náttúrulega gríðarleg vonbrigði, sérstaklega þegar við vorum búnir að setja okkur í svona góða stöðu. En svona er þetta, við tökum þessu og gerum betur næst."

Verður Birkir áfram í Tyrklandi? „Já, ég á eitt ár eftir. Mér líður ótrúlega vel í Tyrklandi, gott fólk og skemmtilegur kúltúr. Þetta félag er líka skemmtilegt, bæði eigendur og umgjörðin í kringum þetta og allt," sagði Birkir.
Birkir Bjarna: Alltaf fundist ótrúlega gaman að koma í landsliðið
Athugasemdir
banner
banner