Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júní 2022 11:32
Elvar Geir Magnússon
Ný treyja Barcelona sækir innblástur til 1992
Mynd: Barcelona
Barcelona kynnti í dag nýja keppnistreyju félagsins fyrir tímabilið 2022-23. Sóttur er innblástur til ársins 1992 þegar Barcelona hélt Ólympíuleikana.

„Þetta er árið þar sem Barcelona opnaði sig fyrir umheiminum og heimurinn opnaði sig fyrir Barcelona," segir á heimasíðu katalónska félagsins og sagt að árið 1992 hafi borgin stigið stórt skref í átt að nútímanum.

Nýr aðalstyrktaraðili Barcelona, Spotify, auglýsir framan á treyjunni sem er frá Nike. Treyjan er úr 100 prósent pólýester efni sem er gert úr endurunnum plastflöskum.

Barcelona endaði þrettán stigum á eftir La Liga sigurvegurunum í Real Madrid á liðnu tímabili en Börsungar vonast til að framundan séu bjartari tímar með blóm í haga.


Athugasemdir
banner
banner