Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júní 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttar markahæstur í sögu Oakland Roots eftir fjóra mánuði
Óttar Magnús Karlsson.
Óttar Magnús Karlsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Óttar Magnús Karlsson hefur verið að gera virkilega góða hluti með Oakland Roots í bandarísku 1. deildinni.

Óttar er búinn að vera hjá félaginu í um fjóra mánuði en er nú þegar orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu Oakland.

Í vikunni var hann hetja síns liðs í 3-2 sigri gegn Orange County SC. Óttar gerði fysta mark leiksins snemma en gestirnir úr Orange County jöfnuðu fyrir leikhlé og komust yfir eftir hléið. Þeim tókst þó ekki að halda forystunni þegar sóknarþungi Oakland fór að segja til sín á lokamínútunum.

Fyrst jafnaði Juan Azocar á 93. mínútu og svo gerði Óttar Magnús sigurmarkið beint úr aukaspyrnu skömmu seinna. Niðurstaðan 3-2 sigur Oakland og Óttar hetjan.

Óttar er búinn að gera tíu deildarmörk í 13 leikjum. Oakland Roots var stofnað 2018 og er Óttar núna markahæstur í sögu félagsins sem er stórkostlegt afrek hjá honum. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins að Íslendingurinn hafi orðið sá markahæsti frá upphafi er hann gerði seinna mark sitt í síðasta leik.
Athugasemdir
banner
banner