Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júní 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Pabbi leggur hart að sér alla daga og þetta er fullkomlega verðskuldað"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við þá Þorleif Úlfarsson og Orra Stein Óskarsson á U21 landsliðsæfingu í gær. Þorleifur er fyrrum leikmaður Breiðabliks og er í dag leikmaður Houston Dynamo í Bandaríkjunum.

Orri Steinn er leikmaður FC Kaupmannahafnar og faðir hans er Óskar Hrafn Þorvaldsson sem er þjálfari Breiðabliks.

Breiðablik er í efsta sæti Bestu deildarinnar með 24 stig eftir átta umferðir. Þeir Þorleifur og Orri voru spurðir út í Breiðablik.

„Ég fylgist mjög mikið með Blikunum. Þeir opnuðu eitthvað app þarna úti [í Bandaríkjunum] fyrir Íslendinga sem búa úti og ég get núna loksins fylgst með þessu. Það er geggjað og Ísak [liðsfélagi Þorleifs í U21] er að raða inn sem er geggjað. Ég er mjög ánægður með spilamennskuna, þeir eru búnir að bæta sig mjög mikið frá síðasta ári og eru ekki að gera jafnmikið af mistökum og á síðasta ári," sagði Þorleifur.

Orri Steinn fylgist einnig vel með. „Ég er búinn að fara á tvo leiki síðan ég kom heim og það er geggjað að sjá liðið standa sig svona vel. Mér finnst hann eiga þetta þokkalega skilið. Hann leggur hart að sér alla daga og þetta er fullkomlega verðskuldað," sagði Orri.

Mælir með þessari leið
Þorleifur var valinn í nýliðavalinu fyrir MLS-deildina í upphafi árs en hann hafði stundað nám og spilað fótbolta í Duke háskólanum síðustu ár. Hann segist mæla með þessari leið fyrir íslenska leikmenn.

„Klárlega. Ef það lítur út fyrir að það séu ekki margar leiðir fyrir þig hérna heima þá alltaf að fara út og reyna sitt besta," sagði Þorleifur.
Þorleifur: Einstök tilfinning að geta tileinkað ömmu minni markið
Orri Steinn: Ég er sautján ára
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner