Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. júní 2022 08:30
Elvar Geir Magnússon
Perth Glory lætur Sturridge fara
Sturridge lék fá leiki í ástralska boltanum.
Sturridge lék fá leiki í ástralska boltanum.
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Daniel Sturridge hefur verið látinn fara frá Perth Glory eftir að samningur hans rann út.

Sturridge er 32 ára og gekk í raðir ástralska félagsins fyrir 2021-22 tímabilið en átti í miklum meiðslavandræðum. Hann byrjaði aðeins einn af þeim sex leikjum sem hann spilaði og tókst ekki að skora mark.

Perth Glory hafnaði í neðsta sæti í tólf liða A-deild áströlsku deildarinnar með fjóra sigra úr 26 leikjum.

Sturridge er fyrrum leikmaður Manchester City, Chelsea og Liverpool. Hann var í sex og hálft tímabil hjá Liverpool þar sem hann skoraði 67 mörk í 160 leikjum áður en hann var lánaður til West Brom 2018.

Hann fór til Tyrklands á frjálsri sölu 2019 og gerði þriggja ára samning við Trabzonspor. Þeim samningi var rift þegar Sturridge fékk fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum.
Athugasemdir
banner