Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 03. júní 2022 10:34
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo: Ég var og er mjög ánægður hérna
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Í nýju viðtali við miðla Manchester United segist Cristiano Ronaldo vera ánægður hjá félaginu og segist spenntur fyrir því að vinna með Erik ten Hag. Portúgalska ofurstjarnan á eitt ár eftir af samningi sínum.

„Ég var ánægður með að vera kominn aftur til félagsins þar sem ég ólst upp að stórum hluta. Það var góð tilfinning að koma aftur og tengjast stuðningsmönnum. Ég var, og er enn, mjög ánægður með að vera hérna," segir Ronaldo.

Ronaldo var markahæsti leikmaður United í úrvalsdeildinni en hann skoraði 18 mörk fyrir Rauðu djöflana, liðinu mistókst hinsvegar að tryggja sér Meistaradeildarfótbolta.

„Ég hef trú á því að Manchester United komist þangað sem liðið á heima. Stundum tekur það sinn tíma en ég hef trúna. Ég er enn með mikla ástríðu fyrir leiknum."

„Ten Hag hefur unnið frábært starf fyrir Ajax og er með reynslu. En við þurfum að gefa honum tíma og hlutirnir munu breytast, á þá leið sem hann vill. Auðvitað vonast ég eftir því að við njótum velgengni og við erum ánægður og spenntir. Ekki bara við leikmenn heldur stuðningsmenn líka."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner