Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júní 2022 20:59
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Cornelius afgreiddi Frakka - Holland rústaði Belgíu
Austurríki fór illa með Króatíu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það fóru þrír leikir fram í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld og voru óvænt úrslit allsstaðar.


Belgía, Frakkland og Króatía töpuðu öll á heimavelli og voru tapleikir Belgíu og Króatíu sérstaklega slæmir.

Belgía steinlá gegn nágrönnum sínum frá Hollandi sem unnu um leið sinn fyrsta leik á belgískri grundu í 25 ár. Steven Bergwijn, Memphis Depay og Daley Blind fóru sérstaklega á kostum í sannfærandi 1-4 sigri.

Frammistaða Belga var langt frá því að vera sannfærandi og fór Romelu Lukaku meiddur af velli í fyrri hálfleik.

Karim Benzema tók forystuna fyrir Frakka með frábæru marki í upphafi síðari hálfleiks. Benzema fór framhjá þremur varnarmönnum Dana eftir góða hælsendingu frá Christopher Nkunku.

Andreas Cornelius kom inn af bekknum skömmu eftir opnunarmarkið og átti hann eftir að breyta leiknum. Frakkar áttu engin svör við Cornelius sem jafnaði metin eftir að Danir unnu boltann hátt uppi á vellinum og gerði svo sigurmarkið eftir frábært einstaklingsframtak undir lokin.

Lokatölur urðu 1-2 fyrir Dani sem lögðu heimsmeistarana að velli.

Að lokum skoruðu Marko Arnautovic, Michael Gregoritsch og Marcel Sabitzer í 0-3 sigri Austurríkis gegn Króatíu.

Belgía 1 - 4 Holland
0-1 Steven Bergwijn ('40)
0-2 Memphis Depay ('51)
0-3 Denzel Dumfries ('62)
0-4 Memphis Depay ('66)
1-4 Michy Batshuayi ('93)

Frakkland 1 - 2 Danmörk
1-0 Karim Benzema ('51)
1-1 Andreas Cornelius ('68)
1-2 Andreas Cornelius ('88)

Króatía 0 - 3 Austurríki
0-1 Marko Arnautovic ('41)
0-2 Michael Gregoritsch ('54)
0-3 Marcel Sabitzer ('57)


Athugasemdir
banner
banner
banner