Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 03. júlí 2018 16:44
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Kólumbíu og Englands: James á bekknum - Alli byrjar
James Rodriguez er ekki heill og byrjar á bekknum.
James Rodriguez er ekki heill og byrjar á bekknum.
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið röltir um völlinn fyrir leik.
Enska landsliðið röltir um völlinn fyrir leik.
Mynd: Getty Images
Það er aðeins eitt sæti laust í 8-liða úrslitum HM í Rússlandi. Kólumbía og England berjast um það í Moskvu hvort liðið mun mæta Svíþjóð á laugardaginn.

Flautað er til leiks Kólumbíu og Englands klukkan 18 en dómari verður Bandaríkjamaðurinn Mark Geiger.

England hefur aldrei tapað fyrir Kólumbíu en liðin hafa mæst fimm sinnum. Michael Owen skoraði þrennu í síðasta leik, 3-2 sigri Englendinga í New Jersey 2005.

Englendingar hafa unnið tvo af síðustu átta leikjum sínum í útsláttarkeppni HM. Byrjunarliðið í kvöld kemur ekkert á óvart.

Dele Alli mætir aftur í byrjunarlið Englands eftir að hafa misst af riðlaleikjunum gegn Panama og Belgíu. Harry Kane, sem er með fimm mörk í keppninni, var hvíldur gegn Belgum en snýr aftur í liðið.

Skærasta stjarna Kólumbíu, James Rodriguez, fór meiddur af velli í leiknum gegn Senegal. Meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og fyrst var talið en hann er þó ekki í byrjunarliðinu í kvöld. Það eru stórar fréttir.

Byrjunarlið Kólumbíu: Ospina; Arias, Davinson, Mina, Mojica; Barrios, Sánchez, Lerma; Cuadrado, Quintero; Falcao.

Byrjunarlið Englands: Pickford, Trippier, Walker, Stones, Maguire, Young, Henderson, Alli, Lingard, Sterling, Kane.



Sjá einnig:
Ein skærasta stjarna Kólumbíu ólst upp í kringum eiturlyfjagengi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner