Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. júlí 2018 15:56
Magnús Már Einarsson
HM: Sviss átti ekki séns gegn sænska veggnum
Svíar fagna marki Emil Forsberg.
Svíar fagna marki Emil Forsberg.
Mynd: Getty Images
Emil Forsberg skorar markið.
Emil Forsberg skorar markið.
Mynd: Getty Images
Svíþjóð 1 - 0 Sviss
1-0 Emil Forsberg ('66 )
Rautt spjald: Michael Lang ('90) (Sviss)

Svíþjóð tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á HM í fyrsta skipti í 24 ár þegar liðið lagði Sviss 1-0 í St Pétursborg í dag.

Sviss var 67% með boltann í leiknum, átti átján skot og ellefu hornspyrnur en Svíar settu upp varnarvegg sem stóð allt af sér.

Emil Forsberg, kantmaður RB Leipzig, skoraði eina markið um miðbik síðari hálfleiks. Emil átti skot fyrir utan teig sem hafði viðkomu í Manuel Akanji og það varð til þess að Yann Sommer kom engum vörnum við í markinu.

Svisslendingar sóttu án afláts í leit að jöfnunarmarki en sænski varnarmúrinn hélt allt til enda.

Á lokasekúndunum í viðbótartíma slapp varamaðurinn Martin Olsson einn í gegn hjá Svíum en á þeim tímapunkti voru Svisslendingar búnir að fjölga mikið í sókninni. Michael Lang braut á Olsson og fékk rauða spjaldið.

Dæmd var aukaspyrna rétt fyrir utan vítateig sem Ola Toivonen tók en Sommer varði. Það skemmdi þó ekki gleði Svía því á sömu sekúndu var flautað til leiksloka.

Svíþjóð: Olsen - Lustig (Krafth 82), Granqvist, Nilsson Lindelöf, Augustinsson - Claesson, Svensson, Ekdal, Forsberg (Olsson 82) - Berg (Thelin 90), Toivonen.
Sviss: Sommer; Lang, Djourou, Akanji, Rodriguez; Behrami, Xhaka; Shaqiri, Dzemaili (Seferovic 73), Zuber (Embolo 73); Drmic.

Hvað þýða úrslitin?
Svíþjóð mætir annað hvort Englandi eða Kolumbíu í 8-liða úrslitunum á laugardaginn. England og Kolumbía mætast í síðasta leiknum í 16-liða úrslitunum klukkan 18:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner