þri 03. júlí 2018 13:06
Magnús Már Einarsson
Íslenska landsliðið skilar klefanum alltaf í toppstandi
Klefi Íslands fyrir viku.
Klefi Íslands fyrir viku.
Mynd: Facebook - Þorgrímur Þráinsson
Snyrtimennska Japanska landsliðsins hefur verið til umfjöllunar eftir svekkjandi 3-2 tap liðsins gegn Belgíu í 16-liða úrslitum HM í gær.

Þrátt fyrir vonbrigðin skildu leikmenn og starsfmenn við klefann eins og nýjan eftir leikinn í Rostov í gær.

Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður íslenska landsliðsins, birtir í dag skemmtilega færslu á Facebook.

Þar sýnir Þorgrímur myndirnar úr sama klefa í Rostov fyrir viku síðan, eftir leik Íslands og Króatíu.

Snyrtimennskan er einnig upp á 10 hjá íslenska landsliðinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og færslu frá Þorgrími.

„Landsliðið skilur svona við búningsklefa eftir leiki, hvort sem það sigrar eða tapar," segir Þorgrímur.


Athugasemdir
banner
banner
banner